Sexhleypa (enska: revolver) er skammbyssa með 6 skota snúningsmagasíni (oftast) og á uppruna sinn í Bandaríkjunum á 19. öld.

Smith & Wesson 60, sexhleypa

Samuel Colt er sagður hafa hannað upprunalegu sexhleypuna árið 1835, en til var öðruvísi byssa sem var búin til árið 1830 og var mjög lík sexhleypunni og var nefnd Pepper-box. Þetta var lítil byssa með einhvers konar snúningsmagasíni. Elstu skotvopnin sem líkjast sexhleypum eru frá því um 1680. Slík vopn eru til sýnis í Tower of London.

Orðið sexhleypa er í raun rangnefni, þar eð þetta er þýðing á enska orðinu revolver, en það vísar til snúnings. Skotin geta verið fleiri eða færri eftir tegundum.

  Þessi vopnagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.