Sexhleypa
Sexhleypa (enska: revolver) er skammbyssa með 6 skota snúningsmagasíni (oftast) og á uppruna sinn í Bandaríkjunum á 19. öld.
Samuel Colt er sagður hafa hannað upprunalegu sexhleypuna árið 1835, en til var öðruvísi byssa sem var búin til árið 1830 og var mjög lík sexhleypunni og var nefnd Pepper-box. Þetta var lítil byssa með einhvers konar snúningsmagasíni. Elstu skotvopnin sem líkjast sexhleypum eru frá því um 1680. Slík vopn eru til sýnis í Tower of London.
Orðið sexhleypa er í raun rangnefni, þar eð þetta er þýðing á enska orðinu revolver, en það vísar til snúnings. Skotin geta verið fleiri eða færri eftir tegundum.