GNK Dinamo Zagreb er króatískt knattspyrnufélag frá höfuðborginni Zagreb. Félagið var stofnað árið 1945. Það spilar heimaleiki sína á þjóðarleikvangi Króatíu, Stadion Maksimir.

Građanski nogometni klub Dinamo Zagreb
(Dinamo Zagreb félag alþýðunnar)
Fullt nafn Građanski nogometni klub Dinamo Zagreb
(Dinamo Zagreb félag alþýðunnar)
Gælunafn/nöfn Modri (Þeir bláu) Purgeri (Alþýðan)
Stytt nafn Dinamo, DZG
Stofnað 29. apríl 1911 sem (HŠK Građanski)
Leikvöllur Stadion Maksimir (Zagreb)
Stærð 35.123
Stjórnarformaður Mirko Barišić
Knattspyrnustjóri Zoran Mamić
Deild Prva HNL
2022/23 1. sæti (Meistarar)
Heimabúningur
Útibúningur

Dinamo Zagreb urðu fjórum sinnum júgóslavneskir deildarmeistararar á árunum (1947/48, 53/54, 57/58 og 81/82) og unnu sjö sinnum Júgóslavíubikarinn á tímabilinu 1945-1991 á árunum 1951, 1960, 1963, 1965, 1969, 1980 og 1983. Dinamo lék einnig fram að lokaleik Messeby Cup 1962/63, þar sem þeir töpuðu gegn stórliði Valencia eftir að hafa tapað 1-2 á heimavell, og 0-2 á útivelli. Árið 1966/67 tókst þeim að sigra Leeds United 2-0.

Zagreb hefur unnið króatísku deildina 23 sinnum eftir aðskilnaðinn frá Júgóslavíu og króatísku bikarkeppnina sextán sinnum.

Bestu leikmenn Króatíu hafa spilað með félaginu: Davor Suker, lék með félaginu frá 1989 til ársins 1991, Luka Modric frá 2003-2008.

Dinamo Zagreb er einnig heimsfrægt fyrir stuðningsmenn sína sem kallaðir eru Hooligan og Bad Blue Boys.

Árangur í deild breyta

Tímabil Deild Sæti Viðhengi
2005/2006 1. Prva HNL 1. [1]
2006/2007 1. Prva HNL 1. [2]
2007/2008 1. Prva HNL 1. [3]
2008/2009 1. Prva HNL 1. [4]
2009/2010 1. Prva HNL 1. [5]
2010/2011 1. Prva HNL 1. [6]
2011/2012 1. Prva HNL 1. [7]
2012/2013 1. Prva HNL 1. [8]
2013/2014 1. Prva HNL 1. [9]
2014/2015 1. Prva HNL 1. [10]
2015/2016 1. Prva HNL 1. [11]
2016/2017 1. Prva HNL 2. [12]
2017/2018 1. Prva HNL 1. [13]
2018/2019 1. Prva HNL 1. [14]
2019/2020 1. Prva HNL 1. [15]
2020/2021 1. Prva HNL 1. [16]
2021/2022 1. Prva HNL 1. [17]
2022/2023 1. Prva HNL 1. [18]

Titlar breyta

 • Júgóslavneskir deildarmeistarar
  • 1948, 1952, 1958, 1982
 • Júgóslavneskir bikarmeistarar
  • 1951, 1960, 1963, 1965, 1969, 1980, 1983
 • Króastískir deildarmeistarar
  • 1993, 1996, 1997, 1998, 1999, 2000, 2003, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2018, 2019, 2020, 2021, 2022, 2023
 • Króatískir bikarmeistarar
  • 1994, 1996, 1997, 1998, 2001, 2002, 2004, 2007, 2008, 2009, 2011, 2012, 2015, 2016, 2018, 2021
 • Borgakeppni Evrópu
  • 1967/68

Tilvísanir breyta