Kimono (hljómsveit)

Íslensk hljómsveit

Kimono er íslensk hljómsveit sem gaf fyrst frá sér efni árið 2002 á samnefndri smáskífu. Eftir það má segja að leiðin hafi legið upp. Þeir hafa gefið út tvo stærri diska eftir það; Mineur-Aggresif árið 2003 og Arctic Death Ship árið 2005. Kimono hafa undanfarið túrað víða um Evrópu og virðast áheyrendum líka vel það sem þeir sjá og heyra.

Kimono á Sódóma Reykjavík

Útistöður

breyta

Þeir lentu í útistöðum við annað þýskt band seinnihluta ársins 2005 sem kallaði sig einnig Kimono, í Berlín í Þýskalandi. Meðlimir þess höfðu farið á netið og fundu aðeins eitt band sem hét Kimono í Bandaríkjunum og hugsuðu sem svo að þessi íslenska Kimono næði aldrei til Þýskalands, hvað þá til Berlín. Svo sáu þeir að íslenska Kimono sveitin væri á leiðinni til Berlín og settu sig í samband við lögfræðing og kærðu þá fyrir að „stela“ nafninu sínu, þannig að íslenska Kimono réð lögfræðing og töluðu lögfræðingar hljómsveitana tveggja saman. Þar sem íslenska Kimono var búin að gefa út tvær plötur sem fengu þónokkra umfjöllun í Þýskalandi unnu þeir málið.

Útgefin verk

breyta

Meðlimir

breyta

Þráinn Óskarsson lék á trommur með hljómsveitinni á tímabili.

Tenglar

breyta
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.