Friðrik Ómar Hjörleifsson

Friðrik Ómar Hjörleifsson (f. 4. október 1981[1]) er íslenskur söngvari. Friðrik hefur fjórum sinnum tekið þátt í forkeppni Íslands fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, árin 2006, 2007, 2008 og 2019. Árið 2007 lenti hann í 2. sæti með laginu „Eldur“ en þau Regína Ósk Óskarsdóttir, sem saman mynda Eurobandið, sigruðu árið 2008 með laginu „This is my life“. Þau kepptu saman í Eurovision í Belgrad í Serbíu og urðu fyrst Íslendinga til að komast upp úr undankeppninni frá því að slíkt keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 2004. Árið 2019 tók hann aftur þátt í forkeppnininni með lagið Hvað ef ég get ekki elskað sem lenti í öðru sæti.

Friðrik Ómar.

Friðrik Ómar er upp alinn á Dalvík og er einn af þremur Evróvisjón-söngvörum sem þaðan eru ættaðir. Hinir eru Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Matthías Matthíasson.

TilvísanirBreyta

  1. „Evróvisjón: Röðin komin að Íslandi“. Rúv.is. 9. maí 2008.
 
Saman mynda Regína Ósk Óskarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson Eurobandið. Flutningur á Scala skemmtistaðnum í London.
   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.