Fraxinus floribunda
Fraxinus floribunda er tegund af eskitré sem er ættað frá Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu. Hann vex í Afghanistan, Pakistan, Nepal, Assam, Bútan, Laos, Myanmar (Búrma), Taílandi, Víetnam, Ryukyu-eyjum, og hluta af Kína (Guangdong, Guangxi, Guizhou, Xizang, Yunnan, Zhejiang).[2][3]
Fraxinus floribunda 多花梣 duo hua qin | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Fraxinus floribunda Wall.[1] |
Fraxinus floribunda er meðalstórt lauffellandi tré, um 10 til 15 m hátt með bol að 50 sm í þvermál, með gráan börk. Blöðin eru gagnstæð, fjaðurskift, með 7-9 tenntum smáblöðum. Blómin eru hvít, með 3-4 mm löngum krónublöðum, í stórum greindum klösum að 25 sm í þvermál. Fræið er hneta, með langan, grannan væng sem er 2,4-4 sm langur og 3-4 mm breiður.[1][3][4]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Fraxinus floribunda_Tree Information Geymt 5 júlí 2019 í Wayback Machine,www.forestrynepal.org
- ↑ „Kew World Checklist of Selected Plant Families, Fraxinus floribunda“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2012. Sótt 24. mars 2019.
- ↑ 3,0 3,1 Flora of China, v 15 p 276, Fraxinus floribunda
- ↑ Wallich, Nathaniel, in Roxburgh, William. 1820. Flora Indica; or descriptions of Indian Plants 1: 150–151, Fraxinus floribunda
Tenglar
breyta- line drawing of Fraxinus floribunda (upper right) and F. insularis (lower left), Flora of China Illustrations vol. 15, fig. 224, 1–3
- Plants for a Future
- Flowers of India, Himalayan Ash
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fraxinus floribunda.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Fraxinus floribunda.