Sjá einnig tilskipun.

Forsetaúrskurður eru bindandi fyrirmæli af hálfu þjóðhöfðingja, oft forseta eða konungs. Í sumum löndum hefur heitið neikvæða tengingu í alræðistilburði í daglegu máli.

Notkunin er mjög misjöfn eftir löndum, í Bandaríkjunum þar sem er forsetaræði, á sér stað visst valdaframsal milli þings og forseta, og eru forsetaúrskurðir (e. executive order) jafngildir lögum. Í Frakklandi þar sem er hálf-forsetaræði hafa forsetaúrskurðir sögulega nokkurt vægi og eru flokkaðir í undirflokka eftir tilgangi þeirra. Forseti Rússlands getur einnig samkvæmt stjórnarskránni frá 1993 gefið bindandi fyrirmæli (r. ukaz).

Forsetaúrskurðir á Íslandi breyta

Forseti Íslands er æðsti handhafi framkvæmdavalds en jafnframt mælir 13. grein stjórnarskrár lýðveldisins Íslands fyrir um að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt. Til þess að fara ekki á svig við stjórnarskránna getur forsetinn gefið út forsetaúrskurði og forsetabréf þegar hann framkvæmir sumar af stjórnarskrárbundnum skyldum sínum:

  • 15. gr. Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.

Alþingi setur bæði lög og reglugerð um Stjórnarráð Íslands í hvert sinn sem tölu og samsetningu ráðuneyta á Íslandi er breytt. En þar sem stjórnarskráin mælir fyrir um að forsetinn skipi ráðherra, veiti þeim lausn, ákveði tölu þeirra og verkaskiptingu öðlast skiptingin ekki gildi fyrr en forsetinn hefur gefið út forsetaúrskurð þess efnis.

  • 24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið], enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]

Þingrof eru fátíð á Íslandi en síðast var þing rofið á Íslandi 8. maí 1974 þegar Ólafur Jóhannesson fór fram á það við Kristján Eldjárn að þing yrði rofið. Til þess þarf forsetaúrskurð og er hefð fyrir því á Íslandi að forsætisráðherra fari með þingrofsréttinn, það er að segja að forsætisráðherra þurfi að fara þess á leit við forsetann að hann rjúfi þing og til þess þurfi undirskriftir þeirra beggja.

Tenglar breyta

  • „Hvað er forsetabréf?“. Vísindavefurinn.
  • Forsetaúrskurðir á vef forsætisráðuneytisins
   Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.