Flokkur:Leonardo da Vinci

Þessi mynd af Leonardo eftir Francesco Melzi frá um 1515 til 1518 er eina samtímamyndin sem er örugglega talin vera af honum.

Leonardo da Vinci (15. apríl 14522. maí 1519) var ítalskur endurreisnarmaður; málari, myndhöggvari, arkitekt, vísindamaður, stærðfræðingur,[1] verkfræðingur og uppfinningamaður sem kom inn á ýmis svið, svo sem líffærafræði, tónlist, náttúrufræði, rúmfræði, kortagerð og grasafræði. Hann var lengi fyrst og fremst þekktur sem myndlistarmaður, en hefur síðar orðið frægur fyrir umfangsmiklar og ítarlegar stílabækur þar sem hann teiknaði og skrifaði um ýmis efni, eins og líffærafræði, stjörnufræði, grasafræði, kortagerð, málun og steingervingafræði.[2] Vegna snilligáfu sinnar hefur Leonardo verið nefndur sem dæmi um hinn fullkomna húmanista endurreisnartímans.

  1. „Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?“. Vísindavefurinn.
  2. „Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?“. Vísindavefurinn.

Síður í flokknum „Leonardo da Vinci“

Þessi flokkur inniheldur 3 síður, af alls 3.