Rúmfræði er undirgrein stærðfræðinnar sem á uppruna sinn að rekja til þess að menn vildu geta reiknað út fjarlægðir í rúmi. Ásamt talnafræði, er rúmfræði elsta grein stærðfræði. Grunnhugtök rúmfræðinnar eru punktur, lína og slétta (plan).

Kona kennir rúmfræði, lýsing úr 14. aldar handriti rúmfræði Evklíðs.

Rúmfræði snýst um að geta reiknað út lögun og stærð, eða rúmfræðilega eiginleika hluta. Evklíð, forn-grískur stærðfræðingur er oft nefndur faðir rúmfræðinnar. Miklar breytingar urðu á skilningi manna á rúmfræði á fyrri hluta 19. aldar þegar fram komu nýjar kenningar um rúmfræði sem byltu þeirri sem Evklíð hafði skilgreint.

Tenglar

breyta
  • „Hvað er rúmfræði?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvar bjó Evklíð, hvenær var hann uppi og hvað er hann þekktastur fyrir?“. Vísindavefurinn.
   Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.