Vitrúvíski maðurinn

Vitrúvíski maðurinn er fræg pennateikning ásamt athugasemdum eftir Leonardo da Vinci. Hann teiknaði myndina árið 1492 eins og kemur fram í dagbókum hans. Nafnið dregur teikningin af því að hún er tilraun til að sýna fullkomin hlutföll mannslíkamans í tengslum við grunnform byggingarlistar eins og rætt er um í verkinu De Architectura eftir rómverska arkitektinn Vitrúvíus. Verkið er varðveitt í Listaakademíunni í Feneyjum.

Vitrúvíski maðurinn
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.