Birkifrekna
Birkifrekna (fræðiheiti: Atopospora betulina) er tegund sjúkdómsvaldandi svepps. Hún vex á laufblöðum ýmissa birkitegunda. Hún er algeng á Íslandi á dauðum laufblöðum birkis og fjalldrapa þar sem hún myndar svarta bletti 0,5-1 mm að breidd.[1]
Birkifrekna | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Atopospora betulina (Fr.) Petr., 1925 | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Atopospora betulina yakutatiana (Sacc. & Scalia) Sacc., 1905 |
Hýsiltegundir
breytaBirkifrekna finnst á mörgum birkitegundum víðsvegar um Norður-Ameríku og Evrasíu.[2] Þekktir hýslar utan fyrir birkifreknu utan Íslands eru Betula chinensis, Betula divaricata, kirtilbjörk (B. glandulosa), dvergbjörk (B. humilis), fjalldrapi (B. nana), lindabjörk (B. occidentalis), næfurbjörk (B. papyrifera), hengibjörk (B. pendula), ilmbjörk (B. pubescens) og mýrahrís (B. pumila).[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8
- ↑ 2,0 2,1 Cannon, P. F. (2009). Atopospora betulina - Descriptions of Fungi and Bacteria. IMI Descriptions of Fungi and Bacteria, (182).