Fjölbolungur

(Endurbeint frá Fjölbytna)

Fjölbolungur eða fjölbytna er bátur með fleiri en einn bol. Algengustu fjölbolungar eru tvíbytnur með tvo eins boli og þríbytnur með tvö flotholt og einn aðalbol í miðju þar sem káetan er.

Tvíbola kæna

Fjölbolungar eru stöðugri en einbolungar þar sem bilið milli massamiðju og flotmiðju er meira. Þetta gerir það að verkum að hægt er að hafa bolina grennri og minnka vætt svæði og þar með öldudraga skipsins. Þannig geta fjölbolungar verið hraðskreiðari en önnur skip af sömu stærð.

Fjölbolungar með seglum þurfa minni kjölfestu til mótvægis við hliðarátakið í seglið þar sem þyngd bolanna sjálfra myndar slíkt mótvægi. Þannig er hægt að gera fjölbolunga léttari og hraðskreiðari miðað við sama seglaflöt. Flest hraðamet í úthafssiglingum hafa verið sett af stórum fjölbolungum.