Flotholt
Flotholt eða flotker eru stór og hörð, hol ílát sem fyllt eru með lofti eða frauði. Flotholt eru nýtt til að halda einhverju á floti, t.d. flugvélum, prömmum, flotbryggjum, flotbrúm og fleiru. Flotholt eru smíðuð úr tré, áli, stáli, glertrefjum, steypu eða gúmmíi. Þau geta verið með eitt eða fleiri aðskilin lofthólf. Flotholt eru einnig notuð í brynningartæki þar sem þau skammta vatni með því að ýmist opna eða loka fyrir vatnsrennsli.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Flotholt.