Öldudragi er dragi (vatnsmótstaða) sem hefur áhrif á hluti sem ferðast um yfirborð vatns, svo sem báta og sundmenn. Öldudragi er sú orka sem þarf til að ryðja vatninu úr vegi og mynda bógöldu og kjölfar. Fyrir sundmenn og skip með hefðbundnu lagi er öldudragi aðalmótstaðan sem þau mæta. Þegar ákveðnu hlutfalli milli hraða og lengdar er náð verður orkan sem þarf til að ryðja vatninu frá of dýr og viðkomandi nær ekki hraðar nema með stórauknum krafti. Skrokkhraði og Froude-tala eru notuð til að meta þennan hámarkshraða skipa.

Perustefni minnkar öldudraga með því að hafa áhrif á bógölduna.

Hægt er að minnka öldudraga með ýmsu móti. Sundmenn reyna gjarnan að synda eins lengi og þeir geta í kafi, en um það gilda sérstakar reglur þegar keppt er í sundi. Skipsskrokkar eru hannaðir með hvössu stefni til að kljúfa ölduna. Með því er tilfærslunni dreift eftir endilöngu stefninu og draginn minnkar. Flest nútímaskip eru með perustefni sem býr til fremri öldu sem eyðir bógöldunni. Löng og mjó skip hafa minni mótstöðu en stutt og breið. Eins eru litlir bátar og hraðbátar hannaðir til þess að lyfta sér upp á bógölduna og fleyta eða plana á yfirborði vatnsins fremur en ryðja því frá sér þegar tilteknum hraða er náð.

Tengt efni

breyta
  • „Hvers vegna er hagstætt fyrir sundmenn að synda í kafi og nota jafnvel ekki handleggina til að knýja sig áfram?“. Vísindavefurinn.