Fjósabrimsa

(Endurbeint frá Fjósavemba)

Fjósabrimsa (fræðiheiti: Dermotobia hominis) er ein af nokkrum tegundum sníkjuflugna sem valda lirfuóværu í mönnum og kallast brimsur. Fjósabrimsan fer mest á nautgripi en á það til að fara á menn líka[1], hunda, ketti, svín og fleiri húsdýr og getur í raun farið á öll þau sömu dýr sem moskítóflugan sækir í.[2] Ýmsar leiðir hafa verið viðhafðar til að losna við lirfur þessarar tegundar. Stundum eru þær kreistar út sem getur verið erfitt og sárt vegna þessa að lirfan er með brodda sem vísa aftur og virka sem akkeri. Þá er oft reynt að loka fyrir opið þannig að lirfan neyðist út til að anda og þá er hægt að taka hana, jafnframt verður lirfan við þetta sljó af súrefnisskorti og getur jafnvel dáið. Nú á dögum er þó oftast skorið á kýlið og lirfan tekin þannig út.

Fjósabrimsa
Fullorðin kvenfluga
Fullorðin kvenfluga
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Oestridae
Undirætt: Cuterebrinae
Ættkvísl: Dermatobia
Tegund:
D. hominis

Tvínefni
Dermatobia hominis
(Linnaeus Jr. in Pallas, 1781)
Útbreiðsla fjósabrimsu
Útbreiðsla fjósabrimsu
Samheiti

Oestrus hominis (Linnaeus Jr. in Pallas, 1781)

Fullorðin fluga er um 15mm að lengd og minnir á stóra maðkaflugu. Hún hefur gul- eða brúnleitan haus og lappir. Fjósabrimsan hefur það sérkenni að hún verpir ekki sjálf á hýsil sinn, heldur notar hún aðrar tegundir af flugum sem sjúga blóð sem burðardýr, líkt og moskítófluguna, fangar og verpir eggjum sínum á þær. Þegar burðardýrið sest svo á menn eða nautgripi til að sjúga blóð þá skríður örsmá lirfan úr egginu á húð hins eiginlega hýsils og grefur sin inn í hana.[3]

Fjósabrimsa
Lirfa fjósabrimsu

Tilvísanir

breyta
  1. „Human Bot Fly Myiasis“ (PDF). U.S. Army Public Health Command (provisional), formerly U.S. Army Center for Health Promotion and Preventive Medicine. janúar 2010. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 12. maí 2018. Sótt 14. ágúst 2014.
  2. Piper, Ross (2007). „Human Botfly“. Extraordinary Animals: An Encyclopedia of Curious and Unusual Animals. Westport, Connecticut: Greenwood Publishing Group. bls. 192–194. ISBN 0-313-33922-8. OCLC 191846476. Sótt 13. febrúar 2009.
  3. https://www.sciencedirect.com/topics/medicine-and-dentistry/dermatobia-hominis
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.