Lirfuóværa (myiasis) er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur sem orsakast af flugnalirfum sem lifa sníkjulífi í hryggdýrum. Sjúkdómurinn er vel þekktur í mönnum en einnig algengt vandamál í húsdýrum. Lirfuóværu má skipta í þrjá flokka:

  1. Í fyrsta lagi eru tilfelli þar sem hýsill er nauðsynlegur hluti af lífsferli flugunnar. Þar eru algengastar lirfur brimsuflugna (Oestridae) og flugunar C. anthropophaga (stundum köllum mangó fluga).
  2. Í öðru lagi eru tilfelli þegar flugur sem þurfa almennt ekki hýsil, verpa í veiklaða húð eða sár. Stundum er notast við þennan eiginleika þegar langvinn sár eru smituð af lirfum viljandi í lækningaskyni. Þar éta lirfur dautt hold og gefa frá sér bakteríudrepandi efni.
  3. Í þriðja lagi geta egg flugna sem almennt smita ekki hýsil borist með óbeinum hætti í meltingarveg, kynfæri eða þvagfæri og valdið þar einkennum. Síðasttalda afbrigðið er einnig kallað sýndarlirfuóværa (pseudomyiasis). Ein þekkt ástæða er meðal annars húsflugan (Musca domestica) sem finnst í nær öllum heimshlutum.
Fjósabrimsa er þekkt fyrir að valda lirfuóværu meðal annars í mannfólki

Heimildir

breyta

Dagur Ingi Jónsson, Erling Ólafsson, Magnús Gottfreðsson. Tilfelli mánaðarins: Óboðinn gestur frá Afríku. Læknablaðið. 98. árgangur (11.tbl.) 2012