Fiskimaður
Fiskimaður er sá sem starfar við að afla fisks, skelfisks eða annars sjávarfangs úr sjó, fljótum eða vötnum. Fiskveiðar eru meginuppspretta tekna í mörgum samfélögum um allan heim, og eru líka mikilvægur hluti menningar þeirra. Við iðju sína nota fiskimenn meðal annars báta og veiðarfæri á borð við net og fiskilínur. Bátarnir geta verið allt frá stórum frystitogurum að litlum árabátum.