Útburður er það þegar barn, yfirleitt nýfætt, er borið út, þ.e. skilið eftir á víðavangi til þess að deyja. Áður fyrr urðu það stundum örlög óvelkominna barna að vera borin út, ekki síst þegar þau fæddust utan hjónabands og ekki mátti fréttast um fæðinguna til að forðast hneyksli. Börn sem komu undir í blóðskammarmálum voru líka gjarnan borin út. Barnaútburður tíðkaðist í heiðni, og við kristnitöku var það eitt sérákvæðanna að hann yrði áfram heimilaður, þótt það hafi verið tekið aftur á 11. öld. Barnaútburður en ein tegund dulsmála.

Hjátrú tengdist útburði. Útburðir voru sagðir ganga aftur, stundum til að skaprauna mæðrum sínum, og útburðarvæl voru stundum sögð heyrast og þóttu ekki vera góðs viti. Allmargar íslenskar þjóðsögur fjalla um útburði, og er „Móðir mín í kví, kví“ líklega þeirra þekktust.

Lýsing á útburði

breyta

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi safnaði þjóðsögum fyrir Jón Árnason á sínum tíma. Seinna var gefin út bókin: Tillag til alþýðlegra fornfræða, þar sem var að finna ýmislegt efni sem aldrei hafði birst áður. Þar á meðal er þessi lýsing á útburði:

 
Þegar mæður bera út börn sín og hylja þau þar, sem þau finnast ekki aftur, verður úr þeim vofa, sem kallast útburður. Þegar þeir sjást, eru þeir líkastir hrafni eða einhverjum fugli og reisa sig upp á annað knéð og aðra höndina og flaksast svo áfram. Litur á þeim fer eftir lit tusku þeirrar, sem um þá er vafið. Ef maður sér útburð, skal maður elta hann hiklaust, og flýr hann þá til móður sinnar um síðir. Útburðir væla mikið undan óveðrum, en sjaldgæft er þeir tali nokkuð.
 

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • „Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?“. Vísindavefurinn.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.