Fingrarím (eða handrím) (latína: dactylismus ecclesiasticus) er aðferð til að reikna dagatal, finna tunglkomur, hátíðisdaga o.þ.h. með því að telja á fingrum sér. Árni Óla segir á einum stað í Grúsk, greinar um þjóðleg fræði: Fingrarímið [..] var [lengi vel eina] almanak Íslendinga.

Í Almanaki hins íslenzka Þjóðvinafélags árið 1875 stendur:

Áður en almennt varð að kalla tímatalsbæklínginn „almanak“, þá var hann hjá oss venjulega kallaður „rím“, og var það eiginlega rit um þá list, að finna ártíðir, hátíðisdaga, túnglkomur og fleira með því að telja á fíngrum sínum; því var það stundum kallað fíngra-rím.

Orðsifjafræði

breyta

Latneska heitið dactylismus ecclesiasticus er samansett af nafnorðinu dactylismus sem er komið af orðinu dactylus („fingur“) sem kom sjálft úr gríska orðinu δάκτυλος (dáktylos) að viðbættu viðskeytinu -ism og svo lýsingarorð ecclesiasticus („klerklegur“, „kirkjulegur“, „kirkju-“, „að því er varðar kirkjuna“).

Dæmi um fingrarímsaðferð

breyta

Með því að rekja sig eftir hnúum beggja handa má finna út hversu margir dagar eru í hverjum mánuði fyrir sig. Þannig þýðir hnúi litlafingurs á vinstri hönd janúar (hæð og þar með 31 dagur) en næsta bil febrúar sem hefur 28 daga (29 í hlaupári). Þannig skiptast á langir og stuttir mánuðir fram í júlí-ágúst þar sem handaskil koma en mánuðurnir hafa hvor um sig 31 dag.

Rímspillir

breyta

Rímspillisár er þegar árið á undan endar á laugardegi og árið á eftir er hlaupár. Þetta gerist yfirleitt á 28 ára fresti. Rímspillirinn nær frá sumarauka rímspillisársins fram á hlaupársdag árið eftir. Á þeim tíma eru allir viðmiðunartímar degi seinna en í hefðbundnu ári.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Hvenær er næsta rímspillisár?“. Vísindavefurinn.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.