Fallbyssubátur
Fallbyssubátur [1] er lítið (oft grunnskreitt) herskip sem róið er milli staða og hefur fábrotinn seglabúnað. Fallbyssubátur er smækkuð framlenging af galeiðu en galeiður glötuðu hernaðarlegri þýðingu í kringum 1700. Hernaður með árabátum hélt áfram þar sem grunnt var til botns svo sem undir sænsk-rússneska stríðinu og á vötnum og fljótum í Norður-Ameríku á meðan á sjálfstæðisbaráttu stóð 1775-1783. Öll stórveldi á sjó notuðu fallbyssubáta og slíkir bátar voru mikilvægir í áætlun Napóleons að ráðast á England. Fallbyssubátar urðu mikilvægir í Danmörku eftir að Danir höfðu miss stærsta hluta danska flotans til Englendinga árið 1807. Fallbyssubátar þess tímabils voru vanalega með eina eða tvær öflugar fallbyssur.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Fallbyssubátur; af Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2015. Sótt 3. apríl 2018.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Kanonbåd“ á dönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 31. mars 2018.