Quintus Fabius Pictor
(Endurbeint frá Fabius Pictor)
Quintus Fabius Pictor (fæddur um 254 f.Kr.) var einn af fyrstu sagnariturum Rómaveldis. Hann var öldungaráðsmaður sem barðist gegn Göllum árið 225 f.Kr. og gegn Karþagómönnum í öðru púnverska stríðinu.
Pictor skrifaði á grísku. Rit hans voru meðal heimilda Pólýbíosar, Liviusar og Díonýsíosar frá Halikarnassos. Rit hans höfðu verið þýdd yfir á latínu á tímum Ciceros.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sagnfræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.