Annað púnverska stríðið

[breyta]
Púnversku stríðin
1. púnverska stríðið
2. púnverska stríðið
3. púnverska stríðið

Annað púnverska stríðið (218 f.Kr.201 f.Kr.) (sem Rómverjar nefndu „Stríðið gegn Hannibal) var háð milli Karþagó og Rómverja. Það var annað af þremur stríðum sem hin fyrrum fönikíska nýlenda háði gegn rómverska lýðveldinu, sem réði þá einungis yfir Ítalíuskaganum, um yfirráð yfir vestanverðu Miðjarðarhafi. Nafnið „púnversku stríðin“ er komið af nafni Karþagómanna á latínu sem Rómverjar nefndu þá Punici (eldra form Poenici).

Annað púnverska stríðið er einkum frægt fyrir herleiðangur Hannibals, herforingja Karþagómanna, yfir Alpana. Hann gerði innrás í Ítalíu úr norðri og sigraði rómverska herinn í nokkrum orrustum en náði aldrei hinu endanlega markmiði að grafa undan stjórnmálasambandi Rómaveldis og bandamanna þess. Spánn, Sikiley og Grikkland komu einnig við sögu og höfðu Rómverjar alls staðar sigur. Að lokum var barist í skattlandinu Afríku og Karþagómenn voru sigraðir í orrustunni við Zama af rómverskum her undir stjórn Scipios Africanusar. Í kjölfarið var landsvæði Karþagóar takmarkað við borgarmörkin auk þess sem Karþagó varð að greiða himinháar stríðsskaðabætur.


  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.