Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir

íslenskur myndasöguhöfundur og tónlistarkona

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir (f. 1979)[1] er íslenskur myndasöguhöfundur, teiknari, og tónlistarmaður. Hún er meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast.[2]

Lóa á sviði með FM Belfast 2011.

Lóa lærði við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og Listaháskóla Íslands og sótt námskeið við Parsons(en) skóla í New York.[1]

Hún hefur myndskreytt kennsluefni frá Menntamálastofnun.[1]

Hún er meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast og það er kærasti hennar, Árni Rúnar Hlöðversson, líka.[2]

Myndasögur hennar eru vanalega einn rammi og fjalla um hversdagsleikann.[3]

Hún vann að handriti og teikningu þáttanna um Hulla.[3]

Myndasaga hennar um störutilhneigingu Reykvíkinga birtist í The Guardian 2019.[4]

Fyrsta skáldsaga hennar var barnabókin Grísafjörður sem kom út 2020.[5] Hún fjallar um eyju þar sem aðeins svín búa.[5]

Hún vann að Skaupinu 2019 og Skaupinu 2020.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 „Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir - Teiknari | Menntamálastofnun“. mms.is. Sótt 3. nóvember 2020.
  2. 2,0 2,1 „Safnar persónulegum hlutum - Vísir“. visir.is. Sótt 3. nóvember 2020.
  3. 3,0 3,1 „Vandræðagangur með hversdaginn“. RÚV. 6. ágúst 2015. Sótt 3. nóvember 2020.
  4. „Hvers vegna glápa Reykvíkingar á mig?“. RÚV. 26. mars 2019. Sótt 3. nóvember 2020.
  5. 5,0 5,1 5,2 „Krefjandi að skrifa Skaup á fjarfundum“. RÚV. 3. nóvember 2020. Sótt 3. nóvember 2020.