Föll í íslensku
(Endurbeint frá Föll í Íslensku)
Föll í íslensku |
Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall |
Í íslensku eru fjögur föll, nefnifall, þolfall, þágufall og eignarfall (þolfall, þágufall og eignarfall kallast aukaföll). Auk þeirra má geta að orðmyndin Jesú er ávarpsfall af orðinu Jesús á latínu og er stundum notuð sem slík í íslensku. Annars er nefnifall notað í ávörpum á íslensku.
Form fallorða breytast eftir því í hvaða falli þau standa. Til fallorða teljast orðflokkar nafnorð, lýsingarorð, fornöfn og raðtölur auk töluorðanna einn, tveir, þrír og fjórir. Hlutverk orðs í setningu ræður því í hvaða falli það er. Til dæmis eru fallorð í þolfalli á eftir forsetningunni um, í þágufalli á eftir frá og í eignarfalli á eftir til. Algengt er að gefa fallbeygingar upp með hjálp þessara forsetninga:
Dæmi:
- (Hér er) hestur (nefnifall)
- um hest (þolfall)
- frá hesti (þágufall)
- til hests (eignarfall)
- (Hér er) kýr
- um kú
- frá kú
- til kýr