Brennu-Njáls saga

Íslendingasaga
(Endurbeint frá Fögur er hlíðin)

Brennu-Njáls saga (oft aðeins kölluð Njáls saga eða Njála) er ein þekktasta Íslendingasagan og sú lengsta. Hún er saga Njáls Þorgeirssonar bónda, höfðingja og lögspekings á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum og sona hans, einkum þá Skarphéðins. En auk þess er hún ævisaga Hallgerðar langbrókar Höskuldsdóttur og Gunnars á Hlíðarenda Hámundarsonar og margra fleiri.

Brennu-Njáls saga í Möðruvallabók.

Sagan þykir vera afburða vel skrifuð. Fjöldi persóna sem við sögu koma að meira eða minna leyti skiptir mörgum hundruðum. Mannlýsingar eru sérlega glöggar og getur lesandinn oftast séð persónuna fyrir sér er hann les.

Menn eru ekki á einu máli um áreiðanleika eða sagnfræðilegt gildi sögunnar. Þó er alveg óhætt að slá því föstu að helstu persónur sögunnar voru uppi á sinni tíð og að margir eða flestir atburðir sem frá er sagt áttu sér stað í raun og veru. Hins vegar er ekki víst að þeir hafi gerst með nákvæmlega þeim hætti sem sagan vill vera láta. Tími sögunnar er frá því um 950 til um 1020 eða svo.

Einar Pálsson, fræðimaður taldi Njálssögu vera táknsögu um kristnitökuna.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Einar Pálsson og Njála“. Morgunblaðið. Sótt 21. febrúar 2013.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.