Guðmundur Magnússon (fornfræðingur)
Guðmundur Magnússon (1741-1798) var íslenskur fornritafræðingur, sonur Magnúsar Guðmundssonar prests á Hallormsstað. Hann hóf nám í Kaupmannahafnarháskóla árið 1761 þar sem hann lagði stund á textafræði. Hann fékk stöðu við Árnasafn 1776 (Arnamagnæansk Stipendiar). Hann er þekktastur fyrir útgáfu 1. bindis Sæmundar-Eddu 1787 með latneskri þýðingu og skólaútgáfu á gamanleikjum Terentiusar 1788. Hann vann einnig að útgáfu Egils sögu með latneskri þýðingu sem kom út 1809.