Eva Hauksdóttir

Fjölskylda, menntun og störfBreyta

Eva Hauksdóttir (fædd 1.júlí 1967) aðgerðarsinni, rithöfundur, norn, álitsgjafi og áhugamanneskja um samfélagsmál.[1]

Eva er ís­lensku- og bók­mennta­fræðing­ur að mennt frá Háskóla Íslands - og hefur lagt stund á lögfræðinám.[2] Hún er í sambandi/sambúð með Einari Steingrímssyni,[3] Prófessor við Strathclyde-háskóla í Glasgow í Skotlandi.[4] Eva á soninn Hauk Hilmarsson, sem var mjög virkur í mótmælunum í kjölfar bankahrunsins 2008.

Aðgerðarsinninn EvaBreyta

Eva Hauksdóttir var mjög virk í mótmælum búsáhaldabyltingarinnar frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009 og var þar í hópi aðgerðarsinni (e. activist).[5]

Aðgerðarsinnar ganga harðar framBreyta

Krafa Evu og annara aðgerðasinna/anarkista, var að reka ríkisstjórnina í burtu og koma á beinu lýðræði í framhaldinu. Einnig gengu aðgerðasinnar harðar fram í mótmælum búsáhaldabyltingarinnar en aðrir mótmælendur hennar. T.d. með því að kveikja í Óslóar jólatrénu sem staðsett var á Austurvelli. Þá ber að nefna áhlaupið á lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008.[6]

Aðkoma Evu í áhlaupinu á lögreglustöðina 22.nóvember 2008.Breyta

Sonur Evu, Haukur Hilmarsson, var handtekinn 21. nóvember 2008 fyrir að draga Bónusfána að húni efst á þaki Alþingis í miðjum mótmælum. Síðar kom í ljós að ástæða handtökunnar var ekki vegna fánaatviksins heldur vegna fangelsisdóms sem Haukur hafði hlotið en átti eftir að afplána. Í kjölfarið réðst fjöldi fólks í áhlaup á lögreglustöðina við Hlemm.[7]

Herská ræða Evu fyrir utan lögreglustöðinaBreyta

Eva Hauksdóttir hélt ræðu fyrir utan lögreglustöðina hvar hún fór fram á frelsi sonar síns. Eftir að enginn viðbrögð fengust frá lögreglu hófu mótmælendur áhlaup inn í húsið í gegnum læstar aðaldyr höfuðstöðvar lögreglunnar.

Eva og aðgerðarsinnar verða fyrir piparúða lögregluBreyta

Á meðann mótmælunum stóðu beitti lögreglan piparúða og fjölmargir leituðu sér aðhlynningar á slysadeild - meðal annars Eva Hauksdóttir sem þótti mótmæla friðsamlega.

Ónefndur aðili greiðir sekt HauksBreyta

Þegar allt var á suðupunkti í mótmælunum steig ónefndur aðili fram og greiddi sektina hans Hauks, sem þar með var sleppt úr haldi. Síðar kom í ljós að um Sigurmar Albertsson lögmann var að ræða sem reiddi fram fé fyrir sektinni.[7]

Viðbrögð við handtöku HauksBreyta

Aðstandendur Hauks þóttu handtaka hans og vinnubrögð lögregluyfirvalda óréttmæt. Þeim fannst hún illa framkvæmd og snúast meira um geðþóttaákvörðun frekar en annað. Haukur fékk til að mynda ekki boðun um áfplánun vegna fyrri refsingar sinnar líkt og lögin segja til um. Að sama skapi vakti handtaka hans hörð viðbrögð hjá almenningi ekki síst vegna þess að þessi þekkti mótmælandi var handtekinn daginn áður en skipulögð mótmæli áttu sér stað. Til að mynda sagði Hörður Torfason setja stórt spurningamerki við þessa handtöku.[8]

Bloggarinn og pistlahöfundurBreyta

Eva er afkastamikill bloggari og pistlahöfundur þar sem hún lætur sig varða ýmiskonar samfélagsmál, þá heldur hún úti eigin heimasíðu norn.is[9] [1][10]

HeimildirBreyta

  1. 1,0 1,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2017. Sótt 27. janúar 2017.
  2. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/04/segir_dolgafeminisma_ekki_vinsaelan/
  3. https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/about?lst=535248237%3A603012962%3A1485724750
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2017. Sótt 29. janúar 2017.
  5. http://www.dv.is/sandkorn/2009/10/9/logmadur-bjargadi-motmaelanda/
  6. http://blog.pressan.is/evahauks/2013/03/27/vid-vildum-eitthvad-annad/
  7. 7,0 7,1 http://www.dv.is/sandkorn/2009/10/9/logmadur-bjargadi-motmaelanda/
  8. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1256592/
  9. norn.is
  10. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. febrúar 2017. Sótt 27. janúar 2017.