Bónus

(Endurbeint frá Bónus (verslun))

Bónus er íslensk keðja lágvöruverðsverslana.

Bónus
Rekstrarform Einkahlutafélag
Slagorð Bónus - býður betur
Stofnað 1989
Stofnandi Jóhannes Jónsson og
Jón Ásgeir Jóhannesson
Staðsetning Laugarvegur
Lykilmenn Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri
Guðlaugur Gauti, rekstrarstjóri
Starfsemi Matvöruverslun
Móðurfyrirtæki Hagar hf.
Vefsíða Vefsíða Bónus
Bónus Njarðvík
17-08-05-Supermarkt-Bonus-Keflavik-RalfR-DSC 2603.jpg

SagaBreyta

Fyrsta Bónusverslunin var opnuð árið 1989 í Skútuvogi í Reykjavík af Jóhannesi Jónssyni og syni hans Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fjöldi verslana er nú 32 á Íslandi og 7 í Færeyjum.[1] Verslanirnar í Færeyjum eru reknar undir merki Bónuss en eru í eigu færeyska verslunarfyrirtækisins SMS og ekki Haga.

Árið 1992, eftir harkalegt verðstríð, keyptu Hagkaupsverslanirnar helmingshlut í Bónus. Fyrirtækin tvö sameinuðust ári síðar undir merki eignarhaldsfélagsins Baugur Group. Matvöruverslanirnar eru nú í eigu Haga sem er dótturfyrirtæki Baugs Group.

VerslanirBreyta

Samtals eru 31 Bónus verslanir á Íslandi og 7 í Færeyjum.

Verslanir innan höfuðborgarsvæðisinsBreyta

ReykjavíkBreyta

  • Kringlan
  • Kjörgarður
  • Holtagarður
  • Skútuvogur
  • Spöngin
  • Hraunbær
  • Fiskislóð
  • Lóuhólum
  • Korputorg
  • Skeifan

KópavogurBreyta

  • Smáratorg
  • Ögurhvarf
  • Nýbýlavegi

HafnarfjörðurBreyta

  • Helluhraun
  • Tjarnavellir

GarðabærBreyta

  • Kauptún
  • Garðatorg

MosfellsbærBreyta

  • Bjarkarholt

Verslanir utan höfuðborgarsvæðisinsBreyta

  • Fitjum - Reykjanesbær
  • Sunnumörk - Hveragerði
  • Austurvegur - Selfoss
  • Miðvangur - Egilsstaðir
  • Langholt - Akureyri
  • Skeiði - Ísafjörður
  • Borgarbraut - Stykkishólmur
  • Borgarbraut - Borgarnes
  • Smiðjuvellir - Akranes
  • Naustahverfi - Akureyri
  • Miðstræti - Vestmannaeyjar

TilvísanirBreyta

  1. mbl.is: Ný Bónus verslun í færeyjum, skoðað 28. júní 2009

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist