Eplasnigill
Eplasnigill (fræðiheiti: Pomacea bridgesii[3]) er suðuramerísk tegund af ferskvatnssniglum með tálkn og skeljaloku.
Eplasnigill | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Pomacea bridgesii í fiskabúri
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pomacea bridgesii (Reeve, 1856) | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
|
- Sjá einnig: Pomacea diffusa, áður skráður sem Pomacea bridgesii.[2]
Flokkun
breytaPomacea diffusa var áður talin undirtegund af Pomacea bridgesii, og hafði nafnið Pomacea bridgesii diffusa, meðan Pomacea bridgesii var skráð sem Pomacea bridgesii bridgesii. Erfðagreining hefur hinsvegar sýnt að um er að ræða tvær aðskildar tegundir.
Gamla flokkunin
breyta- Pomacea bridgesii bridgesii (Reeve, 1856)
- Pomacea bridgesii diffusa (Blume, 1957)
Líffræði
breytaEplasniglar eru með frekar þróuð augu á enda augnstilka. Þeir klekjast með bæði lungu og tálkn. Einnig eru þeir með rör til að anda að sér lofti.[4] Þeir fara oft á yfirborðið til að anda.[5] Þeir hafa einnig sérhæfða loku fyrir opið sem ver þá á þurrkatímabilum.
Skelin getur orðið 65 mm há eða hærri sem er allnokkuð meira en hjá Pomacea diffusa sem hefur 40-50 mm breiða og 45-64 mm há skel.
Útbreiðsla
breytaUpphafleg útbreiðsla tegundarinnar er í Bólivíu, Brasilíu, Paragvæ og Perú. Fjöldi tilkynninga um tegundina sem ágengan landnema á í langflestum tilvikum við skylda tegund: Pomacea diffusa.
Afkvæmi
breytaFlestir eplasniglar verpa ofan við vatnsyfirborð, og geta fjölgað sér kynlaust. Eggin klekjast eftir 2 til 4 vikur. Þeir geta verpt um 200 til 600 eggum í einni lotu, en eggin eru ekki endilega öll frjóvguð (og klekjast þá ekki út). Eggin eru 2.2 til 3.5 mm á þvermál. Þegar þau klekjast þá falla ungarnir í vatnið og geta þeir stundum verið étnir af fiskum ef þau eru saman í búri.
Í fiskabúrum
breytaÞessi tegund er oft höfð sem gæludýr í búrum, vegna fjölbreyttra lita á skel, lítillar ágengni við lifandi plöntur (kjósa helst þörunga), og hversu auðræktaðir þeir eru. Hins vegar geta þeir þurft viðbótarfæðu t.d. til að fá nóg kalk fyrir skelina.
Tilvísnanir
breyta- ↑ Pastorino, G. & Darrigan, G. (2011). „Pomacea bridgesii“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2011: e.T189088A8678453. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T189088A8678453.en. Sótt 15. janúar 2018.
- ↑ Cowie R. H., Hayes K. A., Thiengo S. C. (2006). What are apple snails? Confused taxonomy and some preliminary resolution. In Global Advances in the Ecology and Management of Golden Apple Snails. Edited by Joshi R. C., Sebastian L. S. Muñoz, Nueva Ecija: Philippine Rice Research Institute; 3-23.
- ↑ Reeve, L. A. (agosto de 1856). Conchologica Iconica, X, plate 3.
- ↑ Babay, A. (1875). Note sur la respiration des ampullaries. Journal of Conchology. XXIII:298-305.
- ↑ Estebenet, A. L. &, Martín, P. R. (2002). Pomacea canaliculata (Gastropoda: Ampullariidae): life-history traits and their plasticity. Biocell. 26(1):83-89.