Enska þingið

(Endurbeint frá Enskt þing)

Enska þingið var þing konungsríkisins England. Enska þingið á uppruna í engilsaxnesku samtökum Witenagemot. Árið 1066 kom Vilhjálmur sigurvegari með lénsskipulagið og hann leitaði ráða hjá lénsmönnum og klerkum áður en hann setti lög. Árið 1215 var Magna Carta sett í lög af Jóhanni landlausa sem kvað á um að konungurinn mætti ekki setja á skatt án leyfis konunglegs ráðs síns. Þetta konunglega ráð varð hægt og bítandi að þingi.

Enska þingið fyrir konungnum um árið 1300.

Smám saman byrjaði enska þingið að draga úr völdum enska einvaldsins og þetta olli að öllum líkindum ensku borgarastyrjöldinni og aftöku Karls 1. árið 1649. Við endurreisn einvaldsins undir Karli 2. var þinginu gefin stjórn og þá komst á þingbundin konungsstjórn á Englandi og seinna Bretlandi. Sambandslögin 1707 sameinuðu enska og skoska þingið í Þing Stóra-Bretlands. Þegar írska þingið var afnumið árið 1801 sameinuðust meðlimir þess þings breska þinginu. Þess vegna er breska þingið eitt elsta löggjafarvald í heimi. Vegna breska heimsveldsins er breska þingið orðið fyrirmynd fyrir mörg þing um allan heim. Þessi fyrirmynd er þekkt sem Westminster-kerfið úr því að breska þingið er staðsett í Westminsterborg í London.

Tengt efni

breyta
   Þessi sögugrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.