Listi yfir tegundir stjórnarfars

Lénsskipulagið var fyrirkomulag um eignarhald og notkun á landi sem notað var í Evrópu á miðöldum (svipað fyrirkomulag var einnig notað í Japan á sjogún tímabilinu).

Við fall Rómaveldisins úthlutuðu keisararnir landsvæðum til aðalsmanna sem í staðinn hétu þeim stuðningi sínum. Þessi svæði voru kölluð höfuðból eða herragarðar og aðalsmaðurinn á höfuðbólinu átti landið og allt sem á því var, sem var yfirleitt kastali, lítið þorp og ræktað land. Aðalsmennirnir tóku landið formlega að láni (léni) og var landssvæðið því kallað „lén“ og aðalsmaðurinn „lénsherra“.

Bændurnir fengu að búa á landinu og fengu vernd lénsherrans í skiptum fyrir vinnu eða skatta. Flestir bændur urðu þá ánauðugir bændur og máttu ekki flytja af landinu nema að kaupa sér frelsi (sbr. vistarband). Þessir ánauðugu bændur höfðu það litlu betra en þrælar[heimild vantar], eini munurinn var sá að það mátti ekki selja þá á milli höfuðbóla.

Þeir þurftu oft að vinna 3-4 daga vikunnar fyrir lénsherra upp í leiguna og afganginn af vikunni unnu þeir við að rækta mat fyrir sig og fjölskyldu sína. Sumir bændur unnu eingöngu á akrinum en þeir þurftu þá að borga lénsherranum mikinn meirihluta þess sem þeir ræktuðu.

Lénsskipulag og óðalsréttur

breyta

Ein kenning gengur út frá því að lénsskipulagið í Evrópu hafi stangast á við óðalsrétt bænda á Norðurlöndum, og að óréttur sá sem Haraldur hárfagri beitti er hann gerði Noreg að konungsríki, hafi falist í því að koma á lénsskipulagi, sem í raun þýddi eignaupptöku allra jarða og hlunninda þeim tengdum. Segja má að takmörkuðu lénsskipulagi hafi verið komið á á Íslandi við siðaskiptin þegar konungur eignaðist stóran hluta jarða og eins á 17. öld þegar konungur krafðist yfirráða yfir öllu vogreki og fálkatekju.

Heimildir

breyta