El Cid
Rodrigo (eða Ruy) Diaz de Vivar (um 1044 – 10. júlí 1099), kunnastur sem El Cid Campeador, var kastilískur aðalsmaður og pólitískur leiðtogi.
Hann hóf þátttöku í endurheimt Spánar við hlið Sanchos 2. konungs Kastilíu og síðan Alfons 4. en sá síðarnefndi dæmdi hann í útlegð 1080 fyrir að hafa ráðist inn í Granada án leyfis. Hann gekk þá í þjónustu konungsins af Saragossa, Al-Mu'tamin. 1087 gekk hann aftur í þjónustu Alfons og og lagði síðar borgina Valensíu undir sig með her sem í voru bæði Márar og kristnir menn.
Dóttursonur El Cid, García Ramírez, endurreisti konungsríkið Navarra árið 1134 og varð konungur þar.