Eiði (Færeyjum)
Eiði (færeyska: Eiði) er þorp á Austurey í Færeyjum. Sveitarfélagið Eiði spannar bygðirnar Eiði, Ljósá og Svínáir. Þar búa 679 manns, þar af 617 á Eiði (2015). Á Eiði er fiskvinnsla og eru 5 fiskiskip í þorpinu og fleiri smábátar. Eiðisvatn og fjallið Eiðiskollur (343 m) eru nálægt staðnum. Drangana Risann og Kerlinguna má sjá af Eiðiskolli sem og Slættaratind, hæsta fjall eyjanna. Byggðasafn er í bænum og er kirkjan frá 1881.
Heimildir
breytaDanska Wikipedia Færeyska Wikipedia Skoðað 12. apríl, 2017