Eftirlaunafrumvarpið
Eftirlaunafrumvarpið[1] var frumvarp sem var lagt fyrir Alþingi 10. desember árið 2003 og var það samþykkt hinn 15. desember sama ár og urðu að lögum[2] þegar forseti staðfesti þau hinn 20. desember. Þau sneru að hækkun eftirlauna forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara. Frumvarpið var samþykkt með 30 atkvæðum, nei sögðu 14, 11 sátu hjá, 7 voru í leyfi og fjarstaddur var 1. [3] Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á þingi og meðal almennings. Hefur það verið nefnt eftiraunaósóminn af sumum gagnrýnendum þess. Flutningsmenn voru Halldór Blöndal, Guðmundur Árni Stefánsson, Jónína Bjartmarz, Þuríður Backman og Sigurjón Þórðarson.[4]
Ekki hafa þó allir þegið þessi eftirlaun þrátt fyrir að hafa rétt á þeim, Davíð Oddsson ákvað til að mynda að þiggja ekki eftirlaunin á meðan hann gegndi embætti seðlabankastjóra, en hann var seðlabankastjóri frá árinu 2005 til ársins 2009. [5]
Eftir bankahrunið árið 2008 var málið tekið upp að nýju á þingi. Nýtt eftirlaunafrumvarp var svo samþykkt í desember sama ár og tóku lögin[6] gildi 1. júlí 2009. Markmiðið með nýju lögunum var að færa lífeyriskjör ráðamanna nær því sem á við um almenning og koma þannig til móts við mikla gagnrýni sem hin lögin hlutu. [7]
Tilvísanir
breyta- ↑ Frumvarp til laga - um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara; af Alþingi.is
- ↑ Lög nr. 141 20. desember 2003 — Lög um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara; á vef Alþingis.
- ↑ Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara; af Alþingi.is
- ↑ Vilja fresta afgreiðslu eftirlaunafrumvarps
- ↑ - Davíð hóf störf í Seðlabankanum í dag; af mbl.is
- ↑ Lög um afnám laga nr. 141/2003, um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara; á vef Alþingis.
- ↑ Eftirlaunafrumvarpið samþykkt; af Mbl.is