Efnarannsóknastofa landsins
(Endurbeint frá Efnarannsóknastofa ríkisins)
Efnarannsóknastofa landsins, einnig nefnd Rannsóknastofa landsins, Rannsóknastofan eða (eftir 1918) Efnarannsóknastofa ríkisins var stofnuð árið 1906 til að sinna efnagreiningum og öðrum rannsóknum í þágu landbúnaðar og iðnaðar á Íslandi.
Fyrsti forstöðumaður (og lengi vel eini starfsmaður) stofnunarinnar var Ásgeir Torfason efnaverkfræðingur og veitti hann henni forstöðu allt til dánardægurs í september 1916. Að Ásgeiri látnum tók Gísli Guðmundsson gerlafræðingur við forstjórastöðunni og gegndi henni til 1921, þegar Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur tók við. Árið 1937 rann Efnarannsóknastofan, ásamt Matvælaeftirlitinu og gerlarannsóknastofu Mjólkursamsölunnar, inn í nýstofnaða Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskóla Íslands.[1][2]
Heimildir
breyta- ↑ Ólafur Grímur Björnsson (1996), „Gísli Guðmundsson 1884-1928 Gerlafræðingur á Íslandi“, hjá Ólafi Grími Björnssyni (ritstj.), Bók Davíðs. Rit til heiðurs Davíð Davíðssyni eftir 35 ára starf sem prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landsspítala. Síðara bindi: (Reykjavík: Háskólaútgáfan. Háskóli Íslands): 943-1000. ISBN 9979-54-129-6.
- ↑ Hallgrímur Jónasson (2005), „Saga Iðntæknistofnunar Íslands 2005“, hjá Hirti Gíslasyni og Hákoni Ólafssyni (ritstj.), Í ljósi vísindanna. Saga hagnýtra rannsókna á Íslandi (Reykjavík: Verkfræðingafélag Íslands): 137-195. ISBN 9979-9711-1-8