Edinborg
Edinborg (enska Edinburgh; gelíska Dùn Èideann) er höfuðborg Skotlands, önnur stærsta borg landsins eftir Glasgow og sjöunda stærsta borg Bretlands. Íbúar eru um 488.000 manns (2016). Borgin stendur við suðurströnd Forthfjarðar á austurströnd Skotlands. Edinborg hefur verið höfuðborg Skotlands frá árinu 1437, þar er aðsetur skoska þingsins og skosku konungsfjölskyldunnar. Þar er einnig að finna Þjóðminjasafn Skotlands, Landsbókasafn Skotlands og Listasafn Skotlands. Edinborg er önnur stærsta miðstöð fjármála í Bretlandi á eftir London.
Edinborgarkastali er eitt af einkennum Edinborgar, en kletturinn þar sem hann stendur hefur verið notaður undir vígi allt frá 9. öld f.Kr. Holyrood-höll er opinber búsetustaður bresku konungsfjölskyldunnar í Skotlandi. Gamli bærinn og Nýji bærinn eru vernduð af heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Sögulega hefur Edinborg verið miðstöð fræðastarfs í Skotlandi, sérstaklega á sviði læknisfræði, skosks réttar, vísinda og verkfræði. Á tímum upplýsingarinnar var Edinborgarháskóli leiðandi í framförum á sviði vísinda. Þar störfuðu heimsþekktir fræðimenn á borð við David Hume, Adam Smith, Francis Hutcheson, Robert Burns, Adam Ferguson, John Playfair og Joseph Black. Edinborg er einnig þekkt víða fyrir tvær árlegar listahátíðir; Edinborgarhátíðina og Fringe-hátíðina sem haldnar eru í ágúst. Edinborg er annar vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem halda til Bretlands með rúmlega milljón ferðamenn á ári.
Menntun
breytaÍþróttir
breytaKnattspyrna
breytaTenglar
breyta- Opinber heimasíða Edinborgar
- Edinborg: Skotarnir og sagan, verslunin og viskíið, Morgunblaðið 21. október 1994