Eggert Páll Ólason
Eggert Páll Ólason (fæddur 4. nóvember 1975) er íslenskur lögfræðingur. Eggert stundaði nám við Lagadeild Háskóla Íslands þar sem hann lauk prófi 2003, einnig stundaði hann nám í ensku til BA gráðu. Hann fékk réttindi sem Héraðsdómslögmaður í maí 2004 og varð löggiltur verðbréfamiðlari árið 2005.
Árið 2005 stofnaði hann samtökin Vini einkabílsins sem börðust fyrir fleiri mislægum gatnamótum og akreinum á höfuðborgarsvæðinu.
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í Reykjavík 2006 bauð Eggert sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en hlaut ekki brautargengi í efstu sæti á lista.
Eggert hefur starfað aðarlega í fjármálageiranum, fyrst á á lögfræðisviði Kaupþings en árið 2007 hjá Landsbankanum. 2012 hóf hann störf hjá Íslensku Lögmannstofunni.
Heimildir
breyta- „Starfsmannalisti Íslensku Lögmannstofunar“. Sótt 16. mars 2013.
- „Gefur kost á sér í 7. sæti í prófkjöri D-lista“. Sótt 16. mars 2013.
- „Eggert til Ergo“. Sótt 16. mars 2013.
- „Eggert Páll orðinn meðeigandi hjá Ergo“. Sótt 16. mars 2013.
- „Brautskráning úr Háskóla Íslands 22. febrúar 2003“. Sótt 16. mars 2013.
- „Seldi BYR-hlut án samþykkis skilanefndar“. Sótt 16. mars 2013.