Rafsegulkraftur
Rafsegulkraftur er langdrægur kraftur, sem rafsegulsvið ber milli rafhlaðinna agna, til dæmis rafeinda og róteinda. Rafhleðslur, með sama formerki, hrinda hvor annarri frá sér, en gagnstæðar hleðslur dragast hvor að annari. Rafsegulkraftur heldur rafeindum á brautum umhverfis frumeindakjarnann þannig að frumeindir haldast stöðugar og geta myndað sameindir, en án hans væru engar frumeindir og ekkert efni. Rafsegulfræðin fjallar um rafsegulkraftinn.