Kvarkar (enska: Quarks) eru smæstu efniseindir sem þekkjast og mynda sterkeindir, sem ásamt létteindum mynda allt efni alheims. Til eru sex gerðir af kvarka, sem kallast upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarki finnst aldrei stakur í náttúrunni og ef kalla má kvarka öreind, þá eru þeir einu öreindir, sem allir fjórir frumkraftarnir verka á.

Tafla yfir kvarka

breyta
Flokkur Heiti Hleðsla Sérstöðutala Þokkatala Botntala Topptala Spunatala Massi (MeV)
1 Upp (u) +2/3 0 0 0 0 1/2 1,5 til 3,0
Niður (d) −1/3 0 0 0 0 1/2 5 til 7
2 Sérstaða
(s) −1/3 -1 0 0 0 0 95 ± 25
Þokki
(c) +2/3 0 1 0 0 0 1 250 ± 90
3 Botn
(b) −1/3 0 0 -1 0 0 4 200 ± 70
Toppur
(t) +2/3 0 0 0 1 0 170 900 ± 1800

Orðsifjar enska heitisis „quark“

breyta

Murray Gell-Mann fékk orðið kvarki lánað úr bók James Joyce, Finnegans Wake, en í henni eru sjávarfuglar sem gefa frá sér „three quarks,“ þ.e.a.s. körruðu þrisvar sinnum, og er orðið líklega myndað þannig að það er samrunni borgarnafnsins CorkMunster) og ensku sagnarinnar „quack“, sem haft er um það hljóð sem endur gefa frá sér á ensku, sbr. íslensku sögnina að „karra“ sem haft er um það þegar endur garga.

   Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.