Barkalfjall
(Endurbeint frá Djebel Barkal)
Barkalfjall (arabíska: جبل بركل Djebel Barkal „helgafell“; fornegypska: ḏw wˁb - „hið hreina fjall“) er lítið fjall sem stendur við stóra sveigju í ánni Níl um 400 km norðan við Kartúm í Súdan á svæði sem áður nefndist Núbía. Um 1450 f.Kr. lagði egypski faraóinn Tútmósis 3. undir sig svæði suður að fjallinu. Þar stofnaði hann borgina Napata sem um þremur öldum síðar varð höfuðborg konungsríkisins Kús.