Divock Origi
belgískur knattspyrnumaður
Divock Okoth Origi (fæddur 18. apríl 1995) er belgískur atvinnumaður í fótbolta sem spilar fyrir Nottingham Forest og belgíska karlalandsliðið í knattspyrnu. Origi hefur einnig spilað fyrir Liverpool FC, Lille og VfL Wolfsburg.
Divock Origi er þekktastur fyrir mörk hans í meistardeildinni tímabilið 2018-19 fyrir Liverpool FC. Hann skoraði tvö mörk í frægum 4-0 endurkomusigri gegn Barcelona og skoraði einnig sigurmark í úrslitaleiknum gegn Tottenham Hotspurs. Einnig er hann þekktur fyrir stórfurðulegt sigurmark gegn Everton 2. desember 2018.[1]
Hann varð yngsti markaskorari belgíska landsliðsins þegar hann skoraði á HM 2014, rúmlega 19 ára.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Origi's dramatic Everton Goal RAW | Every angle and all the celebrations - YouTube“. www.youtube.com. Sótt 6. janúar 2021.