Demantshringurinn (enska: The Diamond Circle) er vegur sem liggur gegnum Húsavík, framhjá Ásbyrgi og Hljóðaklettum, upp að Dettifossi, að Mývatni og þaðan niður Reykjadal og Aðaldal aftur til Húsavíkur. Til hringsins teljast þau náttúruundur sem eru staðsett við Demantshringsveginn eða í innan við 20 kílómetra akstursfjarlægð frá honum, þeirra á meðal Goðafoss, Víti og Krafla.

Dettifoss er einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna á Demantshringnum.

Náttúruperlur og áhugaverðir staðir

breyta

Demantshringurinn liggur framhjá mörgum af helstu náttúruperlum Íslands. Má það nefna Dettifoss sem er annar kraftmesti foss Evrópu (á eftir Rínarfossum) og Ásbyrgi sem lengi hefur verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þá liggur vegurinn framhjá Mývatni og þeim náttúruperlum sem eru í kringum það, þar á meðal Dimmuborgum og Hverfjalli. Stutt akstursleið er af hringnum að Goðafossi sem er frægur í trúarsögu Íslands. Þá liggur vegurinn um Reykjadal og Aðaldal og framhjá Húsavíkurflugvelli. Í Aðaldal eru miklar hraunbreiður sem urðu til við eldgos í Mývatnssveit.

Saga Demantshringsins

breyta

Byrjað var að markaðssetja ferðir um Demantshringinn í kringum árið 1990 og hafa bæði innlendar og erlendar ferðaskrifstofur notað þetta hugtak í kynningum sínum[1]. Árið 2004 var gefin út ljósmyndabókin Húsavík and the Diamond Circle með myndum af öllum helstu perlum hringsins og önnur bók um Demantshringin var gefin út af Bókaútgáfunni Hugarflugi árið 2007[2]. Árið 2012 var stofnaðað félag áhugafólks um kynningu og uppbyggingu hringsins og nefnist það Demantshringsfélagið[3].

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta