Darren Everett Criss (fæddur 5. febrúar 1987) er bandarískur leikari, söngvari og lagahöfundur. Hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Blaine Anderson í sjónvarpsþáttunum Glee en hann samdi einnig tvö lög, Rise og This time, sem hjómuðu í síðustu seríu þáttanna. Nýjasta hlutverk Criss var í sjónvarpsþáttunum The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story þar sem hann lék Andrew Cunanan, morðingja þekkta fatahönnuðarins Gianni Versace. Criss hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í þáttunum og hlaut Emmy, SAG og Golden Globe verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Cunanan.

Darren Criss
Darren Criss
Darren Criss
Upplýsingar
FæddurDarren Everett Criss
5. febrúar 1987 (1987-02-05) (37 ára)
Ár virkur1997 - nú
Helstu hlutverk
Blaine Anderson í Glee
Andrew Cunanan í The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story
Emmy-verðlaun
Besti aðalleikari í mini-seríu eða kvikmynd
2018 The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story
Golden Globe-verðlaun
Besta frammistaða leikara í mini-seríu eða sjónvarpsmynd
2019 The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story

Criss er einn af stofnendum leikhópsins Starkids en hann lék einmitt hlutverk Harry Potter í söngleiknum A Very Potter Musical sem leikhópurinn setti upp árið 2009. Criss hefur tekið þátt í tveimur Broadway uppfærslum en hann lék J. Pierrepont Finch í How to Succeed in Business Without Really Trying árið 2012 og Hedwig Robinson í Hedwig and the Angry Inch árið 2015.

Leiklistarferill

breyta

Kvikmyndir

breyta
Ár Titill Hlutverk Athugasemdir
2005 I Adora You Josh Stuttmynd
2009 Walker Phillips Elliott Stuttmynd
2010 The Chicago 8 Yipphee Man
2011 Glee: The 3D Concert Movie Blaine Anderson
2012 Girl Most Likely Lee
2013 The Wind Rises Katayama Talsetning
2013 The Tale of Princess Kaguya Sutemaru Talsetning
2014 Stan Lee's Mighty 7 Micro Talsetning

Sjónvarpsþættir

breyta
Ár Titill Hlutverk Athugasemdir
2009 Eastwick Josh Burton Aukahlutverk; 5 þættir
2010 Cold Case Ruben Harris Þáttur: "Free Love"
2010–2015 Glee Blaine Anderson Aukahlutverk (2. sería); 14 þættir

Aðalhlutverk (3. - 6. sería)

2011 Archer Mickey og Tommy Þáttur: "Placebo Effect" (Talsetning)
2012 The Cleveland Show Hunter Þáttur "Jesus Walks" (Talsetning)
2013 Web Therapy Augie Sayles 3 þættir
2013 Six by Sondheim Franklin Shephard Heimildarmynd frá HBO um tónskáldið Stephen Sondheim
2015 Transformers: Robots in Disguise Sideswipe Talsetning
2015 American Horror Story: Hotel Justin 2 þættir
2016 Teenage Mutant Ninja Turtles: Turtles Take Time (and Space) Raphael Talsetning
2016 Hairspray Live! Kynnir
2017 Supergirl Music Meister Þáttur: "Star-Crossed"
2017 The Flash Music Meister Þáttur: "Duet"
2018 The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story Andrew Cunanan Aðalhlutverk

Leikrit

breyta
Ár Titill Hlutverk Athugasemdir
2009 A Very Potter Musical Harry Potter Aðalhlutverk og lagahöfundur
2010 A Very Potter Sequel Harry Potter Aðalhlutverk, lagahöfundur og framleiðandi
2012 How to Succeed in Business Without Really Trying J. Pierrepont Finch
2012 A Very Potter Senior Year Harry Potter Aðalhlutverk og lagahöfundur
2015 Hedwig and the Angry Inch Hedwig Robinson

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Darren Criss“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt maí 2016.