The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story

The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story eru bandarískir sjónvarpsþættir sem hófu göngu sína í janúar 2018 á sjónvarpsstöðinni FX. Þættirnir eru í raun önnu sería þáttaraðanna American Crime Story en fyrsta sería þáttana, sem kom út árið 2016, ber heitið The People Vs. O. J. Simpson og naut gífurlegra vinsælda. Þessi önnur sería, sem tengist þeirri fyrri ekki á nokkurn hátt, fjallar um morðið á tískuhönnuðinum Gianni Versace sem var skotinn til bana við heimili sitt í Miami, Flórída þann 15. júlí 1997 af fjöldamorðingjanum Andrew Cunanan. Þættirnir byggja að mestu leiti á bókinni Vulgar Favors: Andrew Cunanan, Gianni Versace, and the Largest Failed Manhunt in U.S. History sem skrifuð var af Maureen Orth í kjölfar morðsins á Versace.

The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story
LeikararÉdgar Ramírez
Darren Criss
Ricky Martin
Penélope Cruz
UpprunalandBandaríkin
Fjöldi þátta9
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFX
Sýnt17. janúar, 2018 –
Tímatal
UndanfariThe People Vs. O. J. Simpson
Tenglar
IMDb tengill

Aðal hlutverk

breyta

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „The Assassination of Gianni Versace: American Crime Story“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Febrúar 2018.