The Flash eru bandarískir sjónvarpsþættir sem byggja á teiknimyndasögum frá DC og fjalla um Barry Allen eða The Flash sem er gæddur þeim hæfileikum að geta hlaupið hraðar en nokkur maður. Þættirnir eru svokallað "spin-off" frá þáttunum Arrow en í þeim þáttum birtist persónan The Flash fyrst. Það var í október 2014 sem þættirnir hófu göngu sína en þeir hafa verið sýndir á Stöð 2 hérlendis.

The Flash
The Flash
TegundOfurhetju
Hasar
Drama
LeikararGrant Gustin
Candice Patton
Danielle Panabaker
Rick Cosnett
Carlos Valdes

Tom Cavanagh
Jesse L. Martin

Keiynan Lonsdale
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða9
Fjöldi þátta184
Framleiðsla
AðalframleiðandiDavid Nutter

Gabrielle Stanton Sarah Schechter Aaron Helbing Todd Helbing Andrew Kreisberg

Greg Berlanti
Lengd þáttar42-45 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðThe CW
Sýnt27. Október 2014 –
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Söguþráður

breyta

Þættirnir fjalla um vísindamanninn Barry Allen sem starfar sem rannsóknarmaður á glæpavettvangi. Þegar Barry er 11 ára verður hann vitni að hrottalegu morði móður sinnar. Faðir hans er dæmdur sekur fyrir morðið á eiginkonu sinni og endar í fangelsi. Barry er samt sem áður sannfærður um sakleysi föður síns og berst fyrir því að fá hann látinn lausan. Vegna þessarra atburða elst Barry upp hjá lögreglumanninum Joe West og dóttur hans Iris. Eina stormasama nótt bilar öreindahraðall fyrirtækisins S.T.A.R. Labs sem veldur því að stór hluti borgarinnar Central City verður fyrir mikilli geislun. Sömu nótt verður Barry fyrir eldingu og leggst í dá. Þegar hann loksins vaknar upp úr dáinu mánuðum síðar kemst hann að því að hann hefur öðlast ofurkrafta.

Hlutverk

breyta
  • Grant Gustin sem Barry Allen/The Flash: Vísindamaður sem verður fyrir eldingu þegar öreindahraðall bilar sem gefur honum þá eiginleika að geta hlaupið hraðar en nokkur annar maður.
  • Candice Patton sem Iris West: Dóttir Joe West og systir Walle West. Hún verður síðar eiginkona Barry Allen. Iris vinnur sem blaðamaður.
  • Danielle Panabaker sem Catilin Snow/Killer Frost: Vinkona Barry og Cisco. Hún er lífverkfræðingur sem starfar hjá S.T.A.R. labs. Unnusti hennar lést þegar öreindahraðallinn sprakk. Hennar annað sjálf er illkvendið Killer Frost.
  • Rick Cosnett sem Eddie Thawne: Lögreglumaður og aðstoðarmaður Joe West. Hann er fyrrverandi unnusti Iris West.
  • Carlos Valdes sem Cisco Ramon/Vibe: Vinur Barry og Catilin. Hann er vélaverkfræðingur sem starfar hjá S.T.A.R. labs. Hann hefur einnig ofurkrafta og verður síðar ofurhetjan Vibe.
  • Tom Cavanagh sem Harrison Wells: Maðurinn á bakvið S.T.A.R. labs. Hann verður hálfgerður mentor Barry eftir að hann öðlast ofurkraftana. Síðar kemst Barry að því að Harrison er í raun Eobard Thawne eða Reverse-Flash sá sem myrti móður hans. Í framhalds seríum þáttana birtast ýmsir tvífarar Harrison Wells en þeir eru meðal annars hinn kaldhæðni en bráðsnjalli Harry sem kemur frá Jörð-2 til að leita að dóttur sinni Jesse, og rithöfundurinn H.R.
  • Jesse L. Martin sem Joe West: lögregluforingi sem tekur Barry að sér. Hann er faðir Iris og Walle.
  • Keiynan Lonsdale sem Walle West/Kid Flash: Sonur Joe og bróðir Iris. Hann ólst upp hjá móður sinni án vitundar Joe eða Iris. Hann öðlast svipaða ofurkrafta og Barry.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „The Flash“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Janúar 2018.