Danalög
(Endurbeint frá Danalögin)
Danalög (norræna "Danalǫg", enska Danelaw eða Danelagh, fornenska Dena lagu, danska Danelagen) var heiti sem haft var um þann hluta Englands sem var undir stjórn norrænna manna á víkingaöld, þ.e. Norður- og Vestur-England. Heitið varð til á 11. öld til að auðkenna það svæði þar sem víkingar settust að á 9. öld.
Héruðin í Danalögum voru Norðymbraland, Austur-Anglía og borgirnar fimm: Leicester, Nottingham, Derby, Stamford og Lincoln.
Danalög voru auðugt svæði, sérstaklega Jórvík, og voru þess vegna skotspónn árása víkinga. Átök við konungsríkin Wessex og Mersíu veiktu Danalög. Loks komust þau undir stjórn Játvarðs eldra og urðu hluti konungsríkisins Englands.