Dansk-norska stafrófið
(Endurbeint frá Dönsk-norsk stafrófsröð)
Dansk-norska stafrófið er það stafróf notað á dönsku og norsku. Það samanstendur af 29 bókstöfum:
A | B | C | D | E | F | G | H | I | J | K | L | M | N | O | P | Q | R | S | T | U | V | W | X | Y | Z | Æ | Ø | Å |
a | b | c | d | e | f | g | h | i | j | k | l | m | n | o | p | q | r | s | t | u | v | w | x | y | z | æ | ø | å |
Við tölvuvinnslu hafa fleiri staðlar verið notaðir:
- DS 2089 (danska) og NS 4551-1 (norska), nú er alþjóðastaðallinn ISO 646 notaður
- IBM PC code page 865
- ISO 8859-1
- Unicode
Bókstafurinn "Å" var tekinn upp í norsku 1917 í stað "Aa". Á sama hátt var "Å" tekið upp í dönsku 1948. Hið eldra ritform "aa" er stundum notað enn í nöfnum og í eldri skjölum.
Munurinn á dansk-norska stafrófinu og því finnsk-sænska, er að í sænsku er Ä notað í stað Æ, og formið Ö í stað Ø — eins og í íslensku og þýsku. Einnig er röðun þessara bókstafa önnur: Å, Ä, Ö.
Í nútíma dönsku og norsku er stafurinn W greindur sem aðskilinn frá V. Fyrir 1980 var einungis litið á W sem afbrigði af V.