Dómkirkja heilags Vincent de Paul

Dómkirkja heilags Vincent de Paul (enska: Cathedral of St. Vincent de Paul) (franska: Cathédrale Saint-Vincent-de-Paul) er rómversk kaþólsk dómkirkja Túnis. Hún er nefnd eftir heilögum Vincent de Paul, presti sem var seldur í þrældóm til Túnis. Kirkjan er höfuðstöðvar biskupsstólsins í Túnisborg og er hún staðsett við Habib Bourgibastræti (franska: Avenue Habib Bourguiba)

Dómkirkja heilags Vincent de Paul
Dómkirkja heilags Vincent de Paul
Fáni Túnis Túnisborg, Túnis
Almennt
Byggingarár:  1893-1897
Vígð:  1897
Arkitektúr
Byggingatækni:  Márískur-, gotneskur- og Nýbýzantískur byggingarstíll

Kirkjan er ekki byggð í einum byggingarstíl heldur þrem: Márískum-, gotneskum- og Nýbýzantískum stíl. Framkvæmdir hófust árið 1893 og var þeim lokið 1897 fyrir utan að kirkjuklukkurnar voru tímabundið gerðar úr tré vegna fjárskorts.

Lavigerie kardináli hafði lagt grunnstein að nýrri dómkirkju neðar í götunni árið 1881 en þáverandi dómkirkja Túnisborgar var Dómkirkja heilags Loðvíks í Karþagó. Dómkirkjan var byggð hratt en ástand hennar tók fljótt að versna vegna lélegrar undirstöðu og því var núverandi dómkirkja Túnis byggð.

Heimildir breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Cathedral of St. Vincent de Paul“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt október 2010.