Cougar Town
Cougar Town er bandarískur gamanþáttur. Þátturinn fjallar aðallega um fráskilda konu sem reynir að koma sér aftur inn í stefnumótalífið sem er fullt af yngri karlmönnum á meðan hún býr með 18 ára syni sínum og leggur af stað í ferð til að uppgötva sjálfa sig upp á nýtt á meðan hún er umkringd fólki í sömu stöðu. Fyrsti þátturinn var sýndur á eftir Modern Family. ABC gaf leyfi á fulla seríu í október 2009.
Cougar Town | |
---|---|
Tegund | Gaman |
Búið til af | Bill Lawrence Kevin Biegel |
Leikarar | Courteney Cox Arquette Christa Miller Busy Philipps Brian Van Holt Dan Byrd Ian Gomez Josh Hopkins |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 6 |
Fjöldi þátta | 102 |
Framleiðsla | |
Lengd þáttar | u.þ.b. 30 mín. |
Framleiðsla | Bill Lawrence Courteney Cox David Arquette |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | ABC |
Hljóðsetning | Stereo |
Sýnt | 23. september 2009 – 31. mars 2015 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Þátturinn var búinn til af Bill Lawrence og Kevin Biegel og er framleiddur af Couquette Productions í samstarfi við ABC studios. Þættirnir eru teknir upp í Culver myndverunum í borginni Culver í Kaliforníu. Alls horfðu 11,28 milljónir á fyrsta þáttinn. Í janúar 2010 voru samningar við þáttinn endurnýjaðir fyrir aðra þáttaröð.
Persónur og leikendur
breytaÍ þáttunum eru sjö aðalpersónur ásamt öðrum.
Aðal
breyta- Courteney Cox leikur Jules Cobb, nýlega fráskilda móður sem er að kanna sannleikann um stefnumótalífið og öldrun. Jules eyddi þrítugsaldrinum í að ala upp barn og vera gift Bobby. Hún reynir að endurupplifa þrítugsaldurinn og koma bæta upp tapaðan tíma með því að eiga í ástarsamböndum við yngri karlmenn en sættir sig síðan við það að aldur hennar hamlar henni og hún fer að eiga í samböndum við karlmenn á hennar aldri. Hún býr í litlum bæ í Flórída og er fasteignasali sem vegnar vel í starfi. Þrátt fyrir að hafa ekki verið á markaðnum í nokkurn tíma, ákveður Jules að finna ástina á nýjan leik ásamt því að búa með táningssyni sínum.
- Christa Miller leikur Ellie Torres, nágrannakonuna og bestu vinkonuna. Ellie er gift Andy Torres og þau eiga son sem heitir Stan. Hún er sú kaldhæðni, óafsakandi hrokagikkurinn sem er oft abrýðissöm út í unga aðstoðarkonu og vinkonu Jules, Laurie. Hún elskar einnig að slúðra en finnst að nýi lífstíll Jules sé að koma upp á milli þeirra.
- Busy Philipps leikur Laurie Keller, unga og hressa aðstoðarkonu Jules og er hún þekkt fyrir elskulegan persónuleika sinn. Laurie vinnur með Jules á fasteignasölunni. Hún hvetur Jules til að fara út og skemmta sér og reynir að koma henni aftur inn í stefnumótaheiminn. Henni finnst hún vera besta vinkona Jules, þrátt fyrir að besta vinkona Jules sé í raun Ellie sem er oft afbrýðissöm út í vinskap þeirra. Eftir nokkuð endalausa röð af skammtíma kærustum og einnar nætur gömnum, vill hún eyða öllum sínum tíma með kærastanum Smith.
- Brian Van Holt leikur Bobby Cobb, atvinnulausa fyrverrandi eiginmann Jules sem býr í bát á bílastæði, sem gerir hann löglega heimilislausan. Bobby er dæmigerður letingi sem reynir mikið á þolinmæði Jules þegar þau reyna að ala upp táninginn Travis. Hann eyddi mestum hluta hjónabands þeirra í að ferðast um sem misheppnaður golfari og eyðir nú mestum tíma í að slá gras á skólalóð menntaskólans sem sonur hans gengur í eða í að kenna golf. Eina farartækið hans er golfkerra. Hann talar alltaf um Jules sem J-Bird.
- Dan Byrd leikur Travis Cobb, 18 ára son Jules. Hann elskar foreldra sína þrátt fyrir að hann skammist sín stöðugt fyrir þau bæði. Í skólanum glímir hann sífellt við niðurlægingu frá vinum sínum og bekkjarfélögum. Hann styður oftast móður sína en skammast sín fyrir tilraunir hennar í ástarlífinu. Eftir að hafa þurft að takast á við fasteignaauglýsingar móður sinnar um allan bæ og nýja starf pabba síns sem sláttumaður, segir faðir hans honum að það skipti ekki máli hvað fólk haldi.
- Ian Gomez leikur Andy Torres, eiginmann Ellie sem er einnig nágranni Jules. Andy er helgaður Ellie og er einnig frábær faðir Stans. Hann elskar kaffið sitt. Hann og fyrrverandi eiginmaður Jules, Bobby, voru bestu vinir fyrir skilnaðinn og Andy eyðir enn miklum tíma með Bobby.
- Josh Hopkins leikur Grayson Ellis, bareiganda og annan nágranna Jules. Greyson á aðallega í ástarsamböndum við yngri konur nýtur þess að nudda Jules upp úr því. Grayson, eins og Jules, er nýfráskilinn, en ólíkt Jules, tekur hann fagnandi á móti nýja piparsveinalífinu. Það kemur seinna fram að hann vildi eignast börn en konan hans vildi ekki eignast börn með honum, staðreynd sem verður enn sárari þegar hann kemst að því að hún er ólétt eftir manninn sem hún yfirgaf Grayson fyrir. Hann hefur óvitandi látið það í ljós að hann ber miklar tilfinningar til Jules við Bobby og Andy á þakkargjörðinni.
Gestir
breyta- Carolyn Hennesy leikur Barb Coman, "hungraða" eldri konu sem vinnur í fasteignabransanum ásamt Jules. Hún birtist oftast óvænt til að koma til skila skrýtnum athugasemdum. Eins og Jules segir í einum þættinum: "eltirðu mig bara og bíður eftir því að segja hluti?"
- Spencer Locke leikur Kylie, kærustu Travis. Travis missir sveindóminn með Kylie en tveimur vikum seinna hætta þau saman vegna þess að þau héldu bæði framhjá (með því að kyssa annað fólk). Þau byrja síðan aftur saman.
- Ryan Devlin leikur Smith Frank, ungan lögfræðing og kærasta Laurie.
Eftirtektarverðir gestaleikarar
breyta- Scott Foley lék Jeff, mann á fertugsaldri sem ætlar að kaupa hús af Jules en enda í ástarsambandi með henni. Eins og með sambandið við Josh, endar sambandið þegar það verður of alvarlegt fyrir Jules sem nýtur þess að vera ein og er ekki að leita að neinu alvarlegu.
- Nick Zano lék Josh, yngri mann sem átti í ástarsambandi við Jules, en henni fannst hann vilja alvarlegra samband en hún. Seinna ákvað Jules að hætta með honum vegna þess að hann vildi alvarlegt samband. Nick Zano hætti í þáttunum þegar hann fékk tilboð um að leika í Melrose Place.
- Lisa Kudrow lék Dr. Amy Evans, vondan húðlækni sem á í stuttu ástarsambandi við Bobby.
- Beverly D'Angelo lék skrýtna móður Laurie, Sheilu.
- Sheryl Crow lék kærustu Greysons, Söruh, einu kærustu hans sem var á svipuðum aldri og hann áður en hann byrjaði með Jules.
- Barry Bostwick lék Roger Frank, ríkan föður Smith Franks sem er ekki sáttur við samband hans við Laurie.
- David Clayton lék Matt Knowles. Matt er fyrsti strákurinn sem hitti Jules Cobb inni á bar.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Cougar Town“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.