Confessions of a Shopaholic
Confessions of a Shopaholic er bandarísk kvikmynd frá árinu 2009 sem byggð er á tveimur bókum eftir Sophie Kinsella: Draumaveröld kaupalkans og Kaupalkinn í New York. Myndinni var leikstýrt af P. J. Hogan og leikur Isla Fisher aðalpersónuna, Rebeccu „Becky“ Bloomwood, kaupsjúka blaðakonu.
Confessions of a Shopaholic | |
---|---|
Leikstjóri | P. J. Hogan |
Handritshöfundur | Skáldsögur Sophie Kinsella Handrit Tim Firth Tracey Jackson |
Framleiðandi | Jerry Bruckheimer |
Leikarar | Isla Fisher Hugh Dancy Krysten Ritter John Goodman Joan Cusack John Lithgow Leslie Bibb Julie Hagerty |
Kvikmyndagerð | Jo Willems |
Klipping | William Goldberg |
Tónlist | James Newton Hoeard |
Dreifiaðili | Touchstone Pictures |
Frumsýning | 13. febrúar 2009 27. febrúar 2009 |
Lengd | 104 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Leyfð öllum |
Ráðstöfunarfé | 55 milljónir USD |
Heildartekjur | 108 milljónir USD |
Söguþráður
breytaRebecca Bloomwodd (Isla Fisher) er haldin kaupæði og býr með bestu vinkonu sinni, Suze (Krysten Ritter). Í augnablikinu vinnur Becky sem blaðamaður fyrir garðyrkjutímarit en dreymir um að fá vinnu á tískutímaritinu Alette. Dag einn tekst henni að tryggja sér viðtal hjá blaðinu en á leiðinni í viðtalið sér hún grænan Danny & George trefil og ákveður að kaupa hann. Kreditkortinu hennar er hafnað, svo Rebecca þýtur að næsta pylsuvagni og býðst til að kaupa allar pylsurnar í vagninum ef sölumaðurinn innleysir ávísun frá henni og segir hún að trefillinn sé handa veikri frænku sinni. Að lokum gefur maður henni 20 dollara. Þegar Rebecca kemur í viðtalið er henni sagt að það sé búið að ráða í stöðuna en ef hún tæki starfi hjá öðru blaði, gæti það komið henni að hjá Alette. Ritarinn segir henni að það sé laus staða hjá fjármálatímaritinu Successful Savings.
Þegar hún kemur í viðtalið hittir hún Luke Brandon (Hugh Dancy), ritstjóra Successful Savings, og áttar hún sig á að hann er maðurinn sem lánaði henni 20 dalina. Á meðan hann talar í símann felur hún trefilinn undir skrifborði. Viðtalið gengur vel og reynir Rebecca stöðugt að draga athygli Brandons að öðru. Aðstoðarkona Lukes kemur inn í herbergið og segir Rebeccu að hún hafi misst trefilinn sinn. Rebecca áttar sig á að tíminn hennar er útrunninn og fer.
Becky og Suze skrifa drukknar bréf til Alette og Successful Savings en hún víxlar bréfunum og sendir bréfið ætlað Alette til Successful Savings og öfugt. Engu að síður ræður Luke Brandon hana. Í stað þess að klára verkefnið sem henni var sett fyrir, fer Becky á fataútsölu. Þegar hún fer að skoða kasmírkápu áttar hún sig á því að kápan er ekki úr 100% kasmírull og verður það henni innblástur fyrir verkefnið og kallar hún sig „stelpuna með græna trefilinn“ og verður dálkurinn hennar strax vinsæll. Á meðan segir Rebecca öllum að innheimtumaðurinn hennar, Derek Smeath, sé fyrrverandi kærasti sem eltir hana. Luke býður henni á ráðstefnu og ball. Á ráðstefnunni vekur hún hrifningu nokkurra forstjóra sem lofa að auglýsa í Successful Savings. Alicia (Leslie Bibb) hjá Alette, býður Luke með sér á ballið og situr Rebecca sár eftir.
Rebecca snýr aftur heim og neyðist til að forðast Derek Smeath einu sinni enn, svo Suze fær hana til að ganga í stuðningshóp fyrir kaupalka. Leiðbeinandi hópsins, fröken Korch (Wendie Malick), neyðir hana til að gefa tvo kjóla sem hún hafði verið að kaupa til góðgerðarmála. Annar kjóllinn er brúðarmeyjarkjóllinn fyrir brúðkaup Suze en hinn er kjóll fyrir sjónvarpsviðtal. Hún býðst til að kaupa báða kjólana aftur en hefur aðeins efni á öðrum og kaupir kjólinn fyrir viðtalið. Í viðtalinu er Rebecca ásökuð af Smeath fyrir að hafa ekki borgað skuldir sínar og missir vinnuna. Suze verður mjög reið þegar hún kemst að því að Rebecca hafi selt brúðarmeyjarkjólinn.
Rebecca fer þá heim til foreldra sinna þegar Alette sjálf birtist og býður henni stöðu hjá tímaritinu. Þó að þetta sé stærsti draumur Rebeccu hafnar hún tilboðinu og segir að það myndu vera mistök. Því næst selur hún mestöll föt sín til að borga skuldirnar. Á meðan hafnar Luke tilboði um sitt eigið tímarit og stofnar nýtt fyrirtæki, Almannatengslafyrirtæki Brandons.
Sala Rebeccu gengur vel og getur hún borgað skuldir sínar. Rebecca fer í brúðkaup Suze eftir að hafa keypt kjólinn aftur og fyrirgefur Suze henni. Rebecca og Luke hittast aftur og Luke skilar henni græna treflinum eftir að hafa sagt henni að hann hafi verið sá sem keypti trefilinn á uppboðinu. Rebecca fer síðan að vinna hjá nýju tímariti Lukes og eru þau saman.
Leikarar
breyta- Isla Fisher sem Rebecca Bloomwood
- Hugh Dancy sem Luke Brandon
- Krysten Ritter sem Suze Claeth-Stuart
- John Goodman sem Graham Bloomwood
- Joan Cusack sem Jane Bloomwood
- John Lithgow sem Edgar West
- Kristin Scott Thomas sem Alette Naylor
- Leslie Bibb sem Alicia Billington
- Robert Stanton sem Derek Smeathe
- Lynn Redgrave sem drukkin kona í veislu
- Julie Hagerty sem Haley
- Nick Cornish sem Tarquin Cleath-Stuart
- Fred Armisen sem Ryan Koenig
- Wendie Malick sem frú Korch
- John Salley sem D. Freak
- Tuomas Hiltunen sem Janne Virtanen (finskur maður)
- Ed Helms sem Garret E. Barton
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Confessions of a Shopaholic (film)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt ágúst 2010.