Chengdu Shuangliu alþjóðaflugvöllurinn

alþjóðaflugvöllur í Kína

Alþjóðaflugvöllur Chengdu Shuangliu ((IATA: CTU, ICAO: ZUUU)) (kínverska: 成都双流国际机场; rómönskun: Chéngdū Shuāngliú Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn Chengdu borgar í Sesúan héraði í vesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína.

Mynd sem sýnir farþegarmiðstöð Shuangliu alþjóðaflugvallarins við Chengdu borg, Sesúan í vesturhluta Kína.
Chengdu Shuangliu alþjóðaflugvöllurinn í Chengdu borg í Kína er einn fjölfarnasti flugvöllur heims.

Alþjóðaflugvöllurinn sem er staðsettur um 16 km suðvestur af miðbæ Chengdu borg, er mikilvæg flugmiðstöð fyrir Vestur-Kína. Hann er meginsafnvöllur Sichuan flugfélagsins og önnur af tveimur meginhöfnum flugfélagsins Air China.

Á Shuangliu flugvelli eru höfuðstöðvar Sichuan Airlines og Chengdu Airlines.

China Eastern Airlines, China Southern Airlines, Shenzhen Airlines, Lucky Air og Tibet Airlines hafa einnig bækistöðvar á Shuangliu flugvelli.

Á árinu 2019 fóru um 60 milljónir farþegar um Shuangliu alþjóðaflugvöll. Hann er einn af fjölförnustu flugvöllum veraldar.

TölfræðiBreyta

Sjá heimild Wikidata fyrirspurn og heimildir.


Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

HeimildirBreyta


 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist